Tómas Marshall er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur unnið sem kvikmyndatökumaður frá árinu 2001. Tómas er þaulreyndur og hefur unnið að auglýsingum, kvikmyndum og að sjónvarpsgerð bæði heima og erlendis.

Tómas hefur sérhæft sig með stöðugleikabúnað (Steadicam) frá árinu 2006 og nýtir þessa sérþekkingu á margan hátt t.a.m. með skotum á Segway og annars konar ökutækjum.

Árið 2014 bætti hann einnig við drónatökum. Tómas bjó í fimm ár í Finnlandi. Þar vann hann mikið fyrir Nokia og við gerð sjónvarpsþátta fyrir finnskar sjónvarpsstöðvar.

Má nefna þætti eins og Big Brother, Formula 1, WRC Rally. Eftir að Tómas kom heim til Íslands hefur hann kvikmyndað margar sjónvarpsþáttaraðir fyrir RÚV, Stöð 2 og Sjónvarp símans þætti eins og Studio A, Biggest Looser, Ísland got Talent, Voice, Logi, Ísskápastríð ofl. Einnig hefur hann komið að tökum í auglýsingum, tónlistarmyndböndum og kvikmyndum með Steadicam kunnáttu sinni.

Sendu mér línu

15 + 6 =